26 Október 2015 13:25

Í vikunni var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Þriðjudaginn 20. okt., var tilkynnt um bílveltu á Bíldudalsvegi um Hálfdán, þar hafnaði bifreið út fyri veg og valt, ökumann sakaði ekki. Bifreið færð af vettvangi með krana. Miðvikudaginn 21. Var tilkynnt um tvö óhöpp, það fyrra var útafakstur á Súgundafjarðarvegi.  Ökumaður fluttur með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  Seinna óhappið varð á Barðastrandarvegi um Kleifaheiði þar hafnaði bifeið út fyrir veg og valt.  Ökumaður og farþegi fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Patreksfirði til skoðunar.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.   Fjórða óhappið sem tilkynnt var til lögreglu varð í Seyðisfirði, Ísafjarðdjúpi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki.

Eitthvað er um að ungir ökumenn haf verið að leika sér að því að láta bifreiðar sínar skransa til í hálkunni sem var á Ísafirði um helgina, en afskipti voru höfð af ungum ökumönnum vegna þannig hegðunar. Vart þarf að geta þess að, en þó rétt að benda ungum, sem eldri ökumönnum á þá hættu sem þetta getur valdið.

Um liðna helgi hófst rjúpnaveiðitímabilið og var talsvert um veiðimenn á ferð um umdæmið. Afskipti voru höfð af nokkrum veiðmönnum.  Mönnum bent á að afla sér upplýsinga um hvar þeim er heimilt að skjóta.

Þá voru í vikunni höfð   afskipti af ungmennum sem höfðu tekið slökkvitæki ófrjálsri hendi við bensínstöð Orkunnar á Ísafirði og sprautað úr tækjunum.