23 Febrúar 2015 15:23

Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, það fyrra varð á Bíldudalsvegi um Hálfdán, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, litlar sem engar skemmdir og greiðlega gekk að koma bifreiðinni aftur upp á veg.  Síðara óhappið var minniháttar óhapp innan bæjar á Ísafirði, litlar skemmdir á ökutæki.

Færð á vegum í liðinni vikur hefur verið frekar slæm og bárust sjö aðstoðarbeiðnir til lögreglu vegna færðar á vegum.  Gerðar voru ráðstafanir til að aðstoða viðkomandi aðila og sáu björgunarsveitir um að aðstoða viðkomandi.

Númer voru tekin af nokkrum ökutækjum  þar sem bifreiðarnar voru ekki með lögboðnar tryggingar og ekki færðar til aðalskoðunar.

Skemmtanahald um liðna helgi gekk nokkuð vel og án teljandi afskipta lögreglu.