11 Janúar 2018 11:48

Skemmtanhald fór vel fram um síðastliðinn áramót og engar tilkynningar bárust til lögreglu um slys eða óhöpp  vegna meðferðar flugelda.

136 mál eru skráð í málaskrá lögreglunnar á Austurlandi á þessu tímabili. Nokkur umferðaróhöpp urðu í umdæminu en sem betur fer slasaðist engin. Nokkrir útlendir ferðamenn voru aðstoðaðir þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sína í snjó. Tveir erlendir ökumenn báðu um aðstoð lögreglu þar sem þeir höfðu ekið bifreiðum sínum gamla Norðfjarðarvegin að Oddskarði en þar var ófærð og mikil hálka. Þeir sögðust hafa ætlað til Neskaupstaðar og fylgdu GPS tækjum í bílaleigubifreiðunum sem sýndu þessa leið.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Ökumaður var kærður fyrir aka bifreið sviptur ökuréttindum.

Kæra barst til lögreglu vegna meints brots á lögum um dýravernd en þar er um að ræða vanhirðu hrossa.

Aðili var handtekinn með nokkuð magn af kannabisefnefnum í fórum sínum og telst málið upplýst.