25 Janúar 2016 08:44

Í liðinni viku voru skráð 191 verkefni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Eins og gefur að skilja eru þetta margs konar verkefni stór og smá.

Tvö minni háttar fíkniefnamál komu á borð lögreglu í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst hvítt efni í umbúðum á almannafæri og í hinu tilvikinu voru grunsmlegt efni í pakka á leið til viðtakanda.  Efnin verða send til greiningar hjá Tæknideild lögreglunnar.

Kóreskur ferðamaður brenndist á fæti þegar hann steig í hver á Geysissvæðinu. Ferðamaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.

Níu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Öll minni háttar tilvik.

Tvívegis var lögregla kölluð til vegna heimilisófriðar eða ósættis milli skyldra eða tengdra aðila.

Þrír ökumenn á Suðurlandi voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.