1 Febrúar 2016 08:28

Síðasta vika var mikið slysatímabil. Hjá lögreglunni á Suðurlandi voru 30 slys og óhöpp skráð.  Alvarlegast var banaslys í Silfru sem þegar hefur verið fjallað um.  Rannsókn þess stendur enn yfir.

Karlmaður kærði líkamsárás sem hann varð fyrir utan við skemmtistaðinn Frón á Selfossi aðfaranótt föstudags. Að sögn hans var árásin fyrirvaralaus er honum var veitt hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að tennur skekktust.

Tvær kærur vegna eignaspjalla komu á lögreglustöðina á Selfossi í síðustu viku. Í öðru tilvikinu var hliðarspegill brotinn af bifreið um helgina við skemmtistaðinn Frón og í hinu var hliðarspegill á bifreið brotinn og önnur hlið hennar rispuð.  Ekki er vitað hverjir voru valdir að skemmdunum.