4 Júlí 2016 10:51

Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um helgina. Lögreglan hélt uppi öflugu eftirliti á vegum vítt og breitt í umdæminu.  Nokkur minni háttar árekstar urðu en án slysa.

Í gærdag réðust tveir hundar á tvö lömb í Fljótshlíð og særðu illa. Kennsl hafa verið borin á hundana sem voru ófundnir seint í gær.

Brotist var inn í bifreið á bílastæði við Seljavallalaug í Rangárþingi um miðnætti á fimmtudag. Rúða var brotin til að komast inn í bifreiðinni og bakpoka með fatnaði stolið.

Í síðustu viku voru 67 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurlandi, þrír fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir fyrir ölvunarakstur.