9 Nóvember 2015 14:54

Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku í og við Ísafjarðarbæ. Sá sem hraðast ók var mældur á 113 km/klst., þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu s.l., fimmtudag. Óhappið varð með þeim hætti að fiskflutningabíll hafnaði út fyrir veg á þjóðvegi nr. 60 í Djúpadal, ekki slys á ökumanni, en bifreiðin óökuhæf eftir.  Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum var kölluð út til aðstoðar í verðmætabjörgun.

Tilkynnt var til lögreglu um innbrot íbúðarhús á Hnífsdal s.l., sunnudag. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.