19 Nóvember 2015 11:39

Níu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Fimm voru stöðvaðir í og við Ísafjarðarbæ og fjórir á Djúpvegi nr. 61.  Sá sem hraðast ók var mældur á 155 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu.

Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Enn og aftur vill lögregla vekja athygli á nauðsyn þess fyrir gangandi og hjólandi vegfarenda, um mikilvægi endurskynsmerkja og viðgeigandi ljósabúnaðar á hjólum.