24 Maí 2016 16:35
Aðeins urðu þrjú minniháttar umferðaróhöpp í umdæmi LVL í sl. viku og er það vel. Hverju það má þakka er ekki víst en batnandi ökumönnum er best að lifa.
Hluti af vorverkum lögreglunnar er að heimsækja skóla í umdæminu og fara yfir umferðarreglurnar með börnunum
og skoða reiðhjólin þeirra. Er lögreglan búin að fara í nokkra leikskóla og grunnskóla þessara erinda og hefur henni
verið mjög vel tekið. Lögreglan er ánægð með góða kunnáttu leikskóla- og grunnskólabarna á umferðarreglunum.
Þrír ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur í sl. viku og einn þeirra var einnig talinn vera undir áhrifum fíkniefna.
Alls voru um 900 ökumenn sem að fengu hraðasektir vegna hraðamyndavélanna sem eru sí virkar og staðsettar víðs vegar um landið. Þar af voru um 200 ökumenn myndaðir á of miklum ökuhraða við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls.
Þá tóku lögreglumenn 48 ökumenn fyrir of hraðan akstur með hraðamælitækjunum í lögreglubílum.