24 Apríl 2018 14:14

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við þrif á einum af veitingstöðum bæjarins um helgina fundust ætluð fíkniefni sem talið að sé um 10 gr. af amfetamíni að talið er.  Ekki er vitað hver er eigandi efnanna.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða þjófnað á farsíma. Síminn fannst hins vegar fljótlega í fórum manns sem kvaðst hafa fundið símann og afhenti hann lögreglu símann.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í vikunni en óhappið varð við fermingu Herjólfs í Þorlákshöfn, en þarna hafði ökumaður bifreiðar ekið aftan á aðra bifreið án þess þó að slys hafi orðið á fólki. Ekki varð neitt teljanlegt tjón á bifreiðunum.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna, en í öllum tilvikum var um ólöglega lagningu ökutækja að ræða.