30 Nóvember 2015 11:00

Kona handleggsbrotnaði síðastliðinn miðvikudag þegar hún datt af vélsleða á Langjökli við Skálpanes.  Sjúkrabifreið ásamt björgunarsveitarmönnum fór á staðinn.  Konan var flutt á slysadeild.

Ellefu umferðaróhöpp voru skráð hjá lögreglunni á Suðurlandi í síðustu viku.  Engin alvarleg slys urðu í þeim en í einstaka tilvikum talsvert tjón á ökutækjum.

Lögreglumenn á Kirkjubæjarklaustri kærðu níu ökumenn fyrir of hraðan akstur.  Allir voru þessir ökumenn erlendir á bílaleigubílum.

Í gærdag tilkynnti eigandi sumarbústaðar í Biskupstungum að 18 breskir knattspyrnuáhangendur, sem hann leigði bústaðinn, hefðu stórskemmt hann.  Mennirnir voru sagðir  hafa verið með mjög ölvaðir og engu eirt.  Eigandinn er að láta meta tjónið og mun leggja fram formlega kæru á Bretana.