4 September 2017 10:17

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem komu upp.  Helgin gekk ágætlega fyrir sig og eitthvað um útköll hjá lögreglu vegna ölvunarástands fólks sem var úti á lífinu.

Þrjár kærur liggja fyrir eftir vikuna vegna umferðarlagabrota og er um að þræa vanrækslu á notkun öryggisbeltis í akstri, notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar og ólöglega lagningu ökutækis.

Núna fyrsta september breyttist útivistatími barna og ungmenna þannig að börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.