13 Júní 2017 11:08

Það var í ýmus að snúast hjá lögreglu í liðinni viku og þá sérstaklega um helgina enda Sjómannadagur haldinn hátíðlega.   Engin alvarleg mál komu þó upp en töluvert var um að lögreglan þurfti að aðstoða borgarana vegna ölvunarástands þeirra.

Laust eftir miðnætti þann 10. júní sl.var lögreglu tilkynnt um hóp manna sem voru að róa kappróðrabát úr úr höfninni.  Reyndust þarna vera 9 aðilar sem kváðust vera að æfa sig fyrir kappróður daginn eftir en lentu í vandræðum með að hafa stjórn á bátnum.  Reyndust þeir allir vera undir áhrifum áfengis.  Ekki fylgir sögunni hvernig þeim gekk í kappróðrinum.

Síðdegis þann 8. júní sl. var lögreglu tilkynnt um að eldur væri í ruslagámi sem er við Vinnslustöðina.  Slökkviliðið var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn og varð lítisháttar tjón vegna eldsins.  Ekki er vitað um eldsupptök.

Lögreglan vill minna á að núna á miðvikudaginn 14. júní til og með 17. júní nk. verður haldið TM mót ÍBV ( Pæjumótið ) og eru ökumenn, í tilefni þess, hvattir til að aka varlega í kringum knattspyrnuvelli bæjarins, enda fjölgar gangandi vegfarendum töluvert í tengslum við mótið. Þá eru gangandi vegfarendur jafnframt hvattir til að fara varlega í umferðinni, nota gangbrautir og líta til beggja hliða áður en farið er út á götu.