14 Mars 2017 10:49

Lögreglan hafði í ýmsi horn að líta í liðinni viku og má þar helst nefna rannsókn á fíkniefnamáli sem kom upp um miðja viku.  Helgin gekk ágætlega fyrir sig og fá útköll á öldurhús bæjarins.

Þrjú fíkniefnamál, sem öll tengjast,  komu upp í vikunni en við rannsókn lögreglu vegna gruns um sölu fíkniefna fundust um 50 gr. af maríhúana í heimahúsi.  Alls voru fimm aðilar handteknir í tengslum við rannsókn málsins.  Málið telst að mestu upplýst.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í öllum tilvikum um að ræða minniháttar óhöpp og engin slys á fólki.

Alls liggja fyrir 10 kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en m.a. er um að ræða vanræksla á notkun öryggisbeltis við akstur, ólögleg lagning ökutækis ofl.