17 Nóvember 2009 12:00

Lögreglan hefur tekið upp hert eftirlit með skemmtistöðum af gefnu tilefni. Að undanförnu hefur komið í ljós að sumum staðanna hefur ekki verið lokað á tilskyldum tíma, fólk undir leyfilegum aldursmörkum hefur verið þar innan dyra og óhóflegur hávaði hefur borist frá stöðunum með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna. Lögreglan þurfti t.d. í fyrrinótt að loka skemmtistað við Laugaveg eftir að skemmtanahald hafði varað lengur en leyfilegt var.

Gengið verður eftir því að öll ákvæði laga og reglna sem og skilyrði einstakra leyfa verði virt. Gerist leyfishafar brotlegir verður beitt viðeigandi viðurlögum, s.s. tímabundnum lokunum og auk þess verður við endurnýjan leyfanna horft sérstaklega til frammistöðu þeirra og viðleitni við að virða sett skilyrði fyrir skemmtanahaldinu.