7 September 2009 12:00

Nokkrir félagar í Sjósundfélagi lögreglunnar þreyttu Viðeyjarsund á laugardag eða svokallað Hetjusund. Um var að ræða áheitasund til styrktar Sveini Bjarka Sigurðssyni lögreglumanni en hann greindist nýlega með krabbamein. Fjölmargir fylgdust með sundköppunum en slagorð dagsins var Við munum allir sigra. Þeir sem vilja leggja Sveini Bjarka og fjölskyldu hans lið í erfiðri baráttu er bent á söfnunarreikninginn 0515-14-404200, kt. 040974-3939. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sjósundinu.