13 Júní 2005 12:00

Nú um helgina komu tvíburarnir, Þorbergur og Margreir Haraldssynir, til lögreglunnar á Ísafirði.  Þeir sögðust hafa verið að leika sér á línuskautum og að sjálfsögðu með hjálm á höfði.  Svo illa vildi til að Þorbergur féll við og skall með höfuðið á gangstéttina.  Hjálmurinn brotnaði við höggið en Þorbergur hlaut engann skaða af óhappinu.  Hjálmur Þorbergs sannaði gildi sitt og má nærri geta að hann hefði slasast alvarlega ef hann hefði verið hjálmlaus.  Lögreglan vill hrósa þeim Margeiri og Þorbergi fyrir að tryggja öryggi sitt með því að nota hjálm.  Hún vill hvetja önnur börn til að gera slíkt hið sama.  Þó að lög segi að þeir sem hafi náð 15 ára aldri þurfi ekki að nota hjálm á reiðhjóli þá er rétt að minna á fyrirmyndarhlutverk okkar sem eldri eru. Þeir sem hugsa með höfðinu nota hjálm.