11 Desember 2012 12:00

Kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps, Kvenfélagi Grímsneshrepps og Kvenfélagi Skeiðahrepps komu færandi hendi á lögreglustöðina á Selfossi að morgni föstudagsins 7. desember s.l. og færðu lögreglu að gjöf hjartastuðtæki til nota í lögreglubíl.   Lögreglan á Selfossi þakkar þessa höfðinglegu gjöf og ljóst er að hún kemur sér vel og eykur öryggi þeirra sem hér búa eða dvelja.  Þrír lögreglubílar embættisins eru nú búnir hjartastuðtækjum og búnaði til súrefnisgjafar.  15 af 24 lögreglumönnum eru menntaðir sjúkraflutningsmenn

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jóhanna Vilhjálmsdóttir frá Kvenfélagi Skeiðahrepps, Guðrún Bergmann frá Kvenfélagi Grímsneshrepps og Margrét Jónsdóttir frá Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn og Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn