26 Maí 2010 12:00

Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu létu ekki sitt eftir liggja í átakinu Hjólað í vinnuna sem stóð yfir dagana 5. – 25. maí. Níu af tólf liðsmönnum deildarinnar hjóluðu í vinnuna og flestir þeirra gerðu það alla dagana. Þeir lögðu að baki yfir 2000 km en starfsmennirnir búa á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Tæknideildin er staðsett í höfuðstöðvum lögreglunnar á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík og fyrir suma, t.d. þá sem búa í Mosfellsbæ eða Hafnarfirði, var því um dágóðan spöl að fara. Hér að neðan gefur að líta hina vösku sveit tæknideildarmanna sem hjólaði í vinnuna.