20 Maí 2013 12:00

Að kvöldi Hvítasunnudags kl. 20:53 barst Lögreglunni á Selfossi tilkynning um að  hjón um sjötugt væru meðvitundarlaus í hjólhýsi þeirra í Þjórsárdal.   Sjúkrabílar og lögregla fóru þegar á vettvang en nærstaddir brutust inn í húsið og komu þeim út undir bert loft og hófu þar tilraunir til endurlífgunar.   Hjónin voru bæði úrskurðuð látin á vettvangi.  Vísbendingar eru um að súrefnisskortur hafi orðið þeim að bana en málið er  í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og tæknideild Lögreglu höfuðborgarsvæðisins sem komin er á vettvang.

Ekki er unnt að birta nöfn hinna látnu að svo stöddu.