14 Maí 2007 12:00
Síðastliðinn föstudag var ljóbrúnni Honda HR-V jeppling lagt á bílastæði vestan við gatnamót Suðurlands- og Skeiðavegar. Á sunnudag sáu lögreglumenn í eftirlitsferð að búið var að brjóta rúður í bifreiðinni og dælda hana að framan, greinilega með grjótkasti. Í gær, sunnudag, mátti sjá að bifreiðin hafði verið færð til og búið að stela úr henni tækum og búnaði. Einnig voru skráningarnúmerum hennar stolið.
Lögreglan á Selfossi rannsakar málið og hefur hug á að finna skemmdarvargana. Skorað er á alla þá sem búa yfir upplýsingum um málið að hringja í síma lögreglu 480 1010. sem leitt geta til þess að finna þá sem þarna voru að verki