18 Mars 2003 12:00

Reykjavík 18.03.2003.

Útifundir og hópgöngur

Að gefnu tilefni vill Lögreglustjórinn í Reykjavík vekja á því athygli að skylda er að tilkynna um fyrirhugaðar hópgöngur og útifundi sbr 12 gr. Lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 625/1987. Tilvísuð grein hljóðar svo:

12. gr. Tilkynna skal lögreglustjóra um fyrirhugaðar hópgöngur og útifundi í því skyni, að hann geti gert viðeigandi ráðstafanir varðandi stjórnun umferðar.

Þá er vakin á því athygli að sérstaka heimild þarf frá lögreglu til að nota hátalara, hljómflutningstæki, hljóðfæri eða annað þess háttar á eða við almannafæri, ef ástæða er til að ætla að slíkt valdi ónæði eða truflun sbr 4 gr. Lögreglusamþykktar.

Þeim sem ráðgera að skipuleggja útifundi eða hópgöngur er því bent á að setja sig í samband við lögreglu áður en slíkar samkomur eru boðaðar. Þær upplýsingar sem lögreglan óskar eftir eru:

Fhl.

Karl Steinar Valsson

aðstoðaryfirlögregluþjónn