16 Ágúst 2016 09:09

Ökumaður mældist á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um helgina. Um var að ræða erlendan ferðamann og greiddi hann sektina á staðnum. Enn fremur sektaði lögreglan á Suðurnesjum fjóra til viðbótar fyrir of hraðan akstur, einnig á Reykjanesbraut.

Þá voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur, þar af einn sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur staðfestu neyslu þeirra á fíkniefnum.