24 Maí 2016 11:37

Allmargir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðastliðnum dögum. Sá sem hraðast ók var á ferð eftir Garðskagavegi þar sem bifreið hans mældist á 150 kílómetra hraða. Hámarkshraði þar er 90 km. á klukkustund. Þessa ökumanns bíða  130.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í  einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá var einn ökumaður til viðbótar handtekinn vegna ölvunaraksturs og annar vegna fíkniefnaaksturs. Sá síðarnefndi var réttindalaus undir stýri.