10 Apríl 2015 10:26

Nokkuð hefur verið um að ökumenn hafi verið staðnir að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Einn þeirra mældist á 121 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70. km. á klukkustund. Hans bíður 80.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Aðrir mældust á 118 til 130 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund.

Þá voru nokkrir ökumenn staðnir að öðrum brotum á umferðarlögum, svo sem að virða ekki stöðvunarskyldu. Enn fremur fjarlægði lögregla skráningarnúmer af bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.