21 Júní 2007 12:00

Við umferðareftirlit lögreglunnar á Egilsstöðum kl.16:33 í dag mældist ungur ökumaður á 106 km hraða er hann ók í gegn um þéttbýlið við Hallormsstað þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Mál hans var tekið til skoðunar af lögreglustjóranum á Seyðisfirði og var pilturinn sviptur ökurétti til bráðabirgða í kjölfarið.