9 Júní 2017 10:43

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur í vikunni mátti reiða af hendi 97.500 krónur í sekt. Þetta var erlendur ferðamaður og mældist bifreið hans á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Auk hans voru tólf ökumenn kærðir fyrir hraðakstur.

Þá hafði lögregla afskipti af fjórum ökumönnum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var með kannabis í fórum sínum. Loks voru nokkrir sektaðir fyrir að aka á nagladekkjum.