9 Mars 2015 11:51

Hraðaksturs ökumanns, sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund, kostaði hann 90.000 krónur auk þriggja punkta í ökuferilsskrá. Fleiri ökumenn voru staðnir að hraðakstri, einkum á Reykjanesbraut eins og sá ofangreindi, en þeir óku þó heldur hægar.

Þá voru nokkrir ökumenn staðnir að því að aka án öryggisbeltis, tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og virða ekki stöðvunarskyldu. Brot af þessu tagi eru dýrt spaug, því sekt við því að nota ekki öryggisbelti er tíu þúsund krónur, fimmtán þúsund við því að virða ekki stöðvunarskyldu og fimm þúsund við að tala í farsíma án tilskilins búnaðar.