23 Júlí 2008 12:00

Áherslur umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði hafa meðal annars lotið að hraðamælingum innan mismunandi svæða umdæmisins. Mælingar voru gerðar með ómerktri lögreglubifreið sem búin var myndavélabúnaði og fóru fram á virkum dögum í íbúðahverfum á stöðum þar sem hraðakstur hefur þótt mikill eða slys og óhöpp tíð.

Eftirlitið hófst 11. mars síðastliðinn og lauk í byrjun júlí. Þá höfðu 74 vegarkaflar verið vaktaðir á níu svæðum umdæmisins þar sem um fóru 8.205 ökutæki. Fjöldi kærðra ökumanna vegna hraðaksturs var 2.513. Heildarbrotahlutfall var því 31%.

Brotahlutfall, mælt eftir svæðum, var eftirfarandi:

Heildarbrotahlutfall (%)

Lægsta gildi (%)

Hæsta gildi (%)

Hafnarfjörður

20

77

Garðabær

32

13

65

Kópavogur

39

76

Breiðholt-Árbær

38

21

64

Grafarvogur

38

5

52

Vesturbær/Seltjn.

13

1

42

Laugardalur/Háaleiti

42

2

62

Hlíðar/Miðbær

29

9

47

Mosfellsbær

9

14

Mælingarnar voru gerðar eftir ábendingar frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglu og var sérstök áhersla lögð á vegarkafla og hverfi í námunda við grunn- og leikskóla. Markmiðið var að afla upplýsinga um ástand umferðarmála á þessum stöðum, stuðla að upplýstri umræðu og leita lausna þar sem þeirra er þörf. Niðurstöður mælinganna voru sendar sveitarfélögum og sérstakar athugasemdir gerðar ef meira en þriðjungur ökumanna ók yfir leyfilegum hámarkshraða.

Það er mat lögreglu að í þeim tilvikum þar sem brotahlutfall er hátt þurfi að meta hvort eðlilegt kunni að vera að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hraðakstur verði mögulegur á þeim vegarköflum sem um ræðir eða meta að nýju hvort eðlilegt sé að hækka leyfilegan hámarkshraða.

Stefnt er að því að hraðamæla á sömu vegarköflum í síðasta lagi að ári liðnu þannig að hægt sé að meta þróun umferðarhraða með tilliti til viðeigandi aðgerða.

Frekari upplýsingar um niðurstöður mælinganna má finna hér.