28 Maí 2008 12:00
Fimmtudaginn 29. maí 2008 verða hraðamyndavélar á Garðskagavegi og Sandgerðisvegi á Suðurnesjum teknar í notkun. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og tilgangurinn að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar.
Samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar.
Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða.
Lögreglan á Suðurnesjum