28 Febrúar 2020 18:05

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi. Óvissan lítur helst að snjósöfnun í Strandartind á Seyðisfirði og að svæði vestan varnargarðs í Neskaupstað. 

Ekki hefur verið lýst yfir hættustigi eða rýmingu en til þess gæti komið ef úrkoma heldur áfram.  

Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu sem og snjóflóðaeftirlitsmanna, lögreglu og Landsbjargar.