5 Júlí 2009 12:00

Humarhátíðin á Höfn gekk ágætlega fyrir sig í nótt.  Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í nótt og einn í gær þannig að sem af er hafa þrír verið teknir grunaðir um ölvun við akstur.  Mikill erill var og talsvert var um pústra og fylliríið mikið.  Gestir hátíðarinnar eru nú að tínast heim á leið og hvetur lögreglan þá til að aka varlega og fara ekki of fljótt af stað með tilliti til ölvunar.