26 Júlí 2005 12:00
Síðdegis í gær, mánudaginn 25. júlí 2005 gerði lögreglan á Hvolsvelli með aðstoð lögreglunnar og fíkniefnahunds frá Selfoss og sérsveit ríkislögreglustjóra leit í íbúðarhúsi í Rangárþingi ytra vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fjórir einstaklingar eru búsettir í þessu húsi auk þess sem í húsinu eru hundar. Leit lögreglunnar bar árangur því í húsinu fannst kannabisræktun þó í litlu mæli, lítilræði af ætluðum fíkniefnum, tæki og tól til fíkniefnaneyslu, eimingartæki og efni til áfengisgerðar og nokkrir lítrar af heimalöguðu áfengi. Tveir voru handteknir í þágu rannsóknarinnar en málið er enn í rannsókn lögreglunnar á Hvolsvelli.