16 Nóvember 2006 12:00
Nágrannavarsla er tilraunaverkefni Þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar með aðkomu Lögreglunnar í Reykjavík. Markmiðið með verkefninu er að aðstoða borgarbúa við að stuðla að öryggi eigin eigna og taka höndum saman um að sporna gegn innbrotum og eignartjóni í nánasta umhverfi sínu.
Eftir að nágrannavörslu verkefninu hefur verið ýtt úr vör í Dverghömrum í Grafarvogi verður íbúum við eina götu í öðrum fimm hverfum borgarinnar boðin þátttaka í verkefninu. Við val á götu er meðal annars tekið tillit til fjölda íbúa, húsnæðisgerðar og umhverfisþátta. Sett verða upp sérstök skilti við þær götur sem verða fyrir valinu en á því er gefið til kynna að íbúarnir hafa tekið höndum saman um nágrannavörslu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setti upp fyrsta skiltið í Dverghömrum sl. þriðjudag og sagði við það tækifæri að sem strákur hefði hann dreymt um að verða lögga!
Smellið hér til að lesa nánar um nágrannavörslu.