23 Október 2008 12:00

Lögreglan varar vegfarendur á Snæfellsnesi við að vera mikið á ferðinni síðdegis og í kvöld.  Veðurstofan hefur spáð norðan 18-25 m/s síðdegis með slyddu og síðan snjókomu.  Vindur mun síðan snúast í norðvestan og hiti um frostmark.  Gera má ráð fyrir mjög slæmu veðri í Staðarsveit. Fólk er hvatt til þess að huga að lausamunum utandyra.