14 Júní 2012 12:00

Skóla-og frístundaráð Reykjavíkur afhenti Hólabrekkuskóla hvatningarverðlaun ráðsins fyrir hin metnaðarfullu verkefni Auðnustundir, Lífsorkuveitan/þátttökubekkir  og Gamall nemur/ungur temur í Hólabrekkuskóla. Auðnustundir er samstarfsverkefni Hólabrekkuskóla, félags eldri borgara í Gerðubergi og hverfislögreglu. Markmiðið er að gefa nemendum skólans tækifæri til samvista við sér eldra fólk, fá frá þeim fræðslu, styrkja eigið gildismat og eiga góða stundir saman í leik og starfi. Lífsorkuveitan/þátttökubekkir er samstarfsverkefni yngsta stigs Hólabrekkuskóla og félagsstarfsins í Gerðubergi. Markmiðið er að efla tengsl innan grenndarsamfélagsins öllum til ánægju og yndisauka. Nemendur í 7. bekk veita eldri borgurunum leiðsögn í tölvufærni í Gamall nemur/ungur temur, má þar nefna í myndvinnslu, facebook og fleira. Markmiðið er að tengja saman aðila innan grenndarsamfélagsins og efla forvarnir – það þarf heilt þorp til að ala upp barn.

Jóhann Davíðsson lögreglumaður, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri og Guðrún Jónsdóttir frá Gerðubergi.