10 Maí 2007 12:00
Dansleikir og aðrar skemmtanir að kvöldi laugardags fyrir hvítasunnu mega standa til kl. 03 aðfaranótt hvítasunnudags. Á hvítasunnudag er eftirtalin starfsemi bönnuð: Dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram. Tekið skal fram að listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á hvítasunnudag. Slíkir viðburðir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15 umræddan dag.
Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma um hvítasunnuna.