1 Ágúst 2008 12:00

Ýmis verkefni féllu inná borð lögreglunnar á Akureyri nú í upphafi Verslunarmannahelgarinar.  Um kvöldmatarleitið í gærkveldi, 31. júlí, var ekið á 6 ára dreng við tjaldstæðið að Hömrum og var hann fluttur á Sjúkrahús Akureyrar til aðhlynningar en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða.

Mikið eftirlit var með umferð til og frá bænum og hafði lögreglan afskipti af 9 ökumönnum sem óku of geyst og sá sem hraðast fór af þeim ók á 142 km. hraða um Öxnadal.  Þess má geta að hann hafði, skömmu áður en hraði hans var mældur, ekið framúr ómerktri lögreglubifreið á mikilli ferð sem síðan mældi hraða hans og hafði í kjölfarið afskipti af honum. 

Þrír aðilar gistu fangageymslur í nótt sökum ölvunar en þeir höfðu farið fullgeyst neyslu áfengis. 

Að öðru leiti gekk kvöldið og nóttin ágætlega fyrir sig og ástand almennt gott.