8 Mars 2022 17:27

Síðan 24 febrúar hafa 107 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þessar tölur eru birtar með fyrirvara um að fleiri umsóknir hafi borist á vinnslutíma þessarar tilkynningar en lögreglan hefur fundið fyrir umtalsverðir aukningu á umsóknum um alþjóðlega vernd frá því að stríð braust út í Úkraínu. Heildarfjöldi einstaklinga sem hafa sótt um vernd frá 1 janúar 2022 til dagsins í dag er 353. Ríkislögreglustjóri hefur því virkjað viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum frá óvissustigi yfir á hættustig.

Með virkjun viðbragðsáætlunar á hættustig eru virkjuð þau tæki, tól og aðstoð til þess að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð.  Viðbragðsáætlunin gerir til dæmis ráð fyrir þeim möguleika að opna fjöldahjálparstöð.

Ljóst er að þeim einstaklingum sem leita skjóls á Íslandi mun fjölga verulega vegna aðstæðna í Úkraínu og er virkjun þessa hættustigs liður í því að taka sem best á móti þessum hópi og öðru fólki sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. 44.grein útlendingalaga hefur verið virkjuð sem að auðveldar ferlið við móttöku á þeim sem einstaklingum sem hafa tengsl við Úkraínu.

Nánari upplýsingar veitir,
Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra.