16 Apríl 2013 12:00

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að íbúðaeigendur sem hyggjast leigja íbúðir sínar út í skamman tíma til ferðamanna og annarra þurfa að sækja um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Útgáfa rekstrarleyfa er m.a. háð því að starfsleyfi, sem gefin eru út af heilbrigðisnefndum sveitarfélaga, fáist fyrir starfseminni og að lögbundnir umsagnaraðilar, þ.e. sveitarstjórnir, heilbrigðisnefndir, slökkvilið, byggingafulltrúi og vinnueftirlit, leggist ekki gegn útgáfu leyfis.  Hér á Vestfjörðum eru það sýslumenn, hver í sínu umdæmi,  sem gefa út þessi leyfi.   Rekstrarleyfi eru veitt til fjögurra ára í senn og kosta 24.000 kr. þegar um er að ræða heimagistingu eða skammtímaleigu á íbúðum.