22 Ágúst 2012 12:00
Í tengslum við bruna í Hafnarfirði í morgun leitar lögreglan karlmanns um fertugt en sá er grunaður um að hafa kveikt í svokallaðri Bryndísarsjoppu við Hringbraut, steinsnar frá Flensborgarskóla. Tilkynnt var um eldinn um sjöleytið í morgun en áðurnefndur maður sást hlaupa af vettvangi. Hann er talinn vera meðalmaður á hæð, alskeggjaður, sköllóttur og þybbinn. Maðurinn var í hvítri skyrtu og svörtum, síðum frakka. Þeir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Húsið, sem er mikið skemmt, var mannlaust þegar eldurinn kom upp, en engin starfsemi hefur verið í því um langt skeið.