25 Júní 2012 12:00

Við yfirheyslu hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum nú í kvöld viðurkenndi 14 ára drengur að hafa farið inní sendibifreið sem staðsett var við trésmíðaverkstæði á Græðisbraut í Vestmannaeyjum og borið eld í aftursæti á fólksbifreið sem var í geymsluhúsi sendiferðabifreiðarinnar. Hann var einn að verki.

Jafnframt viðkenndi hann að þessa nótt hafi hann deytt fiska í fiskabúri á svo kölluðu Viktartorgi sem tekið var í notkun sjómannadag.