31 Október 2012 12:00

Samkvæmt bráðabirgðatölum hafa 72 innbrot verið skráð hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum það sem af er ári. Á sama tíma árið 2011 voru 105 innbrot skráð hjá embættinu og hefur þeim því fækkað um 31% á milli ára. Meðalfjöldi innbrota árið 2011 var 10.9 á mánuði eða samtals 131 brot allt árið í fyrra. Það sem af er árinu nú er meðalfjöldi innbrota í mánuði 7.2. Allt frá árinu 2010 hefur fjöldi innbrota farið fækkandi hjá embættinu.