15 Nóvember 2017 13:40

Lögreglan varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður ólæsta og í gangi á meðan skroppið er frá.