26 Júní 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Talsvert er um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu en það eru ekki síst myndavélar og tölvur sem freista þjófa. Þetta verða eigendur eða umráðamenn ökutækja að hafa hugfast og muna að skilja ekki verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Verðmæti á glámbekk.