29 Nóvember 2006 12:00

Síðastliðinn sunnudag kl 11:21 kom í ljós að búið var að brjótast inn í skrifstofubyggingu við Aðalstræti í Bolungarvík.  Gler í nokkrum hurðum höfðu verið brotin og farið hafði verið inn á skrifstofur á þriðju hæð.   Þar inni voru talsverðar skemmdir unnar á innanstokksmunum en engu hafði verið stolið.  Eftir helgina beindist grunur að ákveðnum aðila.  Viðkomandi játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu en bar fyrir sig ölvun og minnisleysi. Málið telst upplýst.