20 September 2004 12:00

Sá eða þeir höfðu á brott með sér Hewlet Packard borðtölvu, Playstation leikjatölvu, nýlegt myndbandstæki og afruglara fyrir Stöð2. Þá var einnig stolið lítilræði af peningum og tösku með aukafatnaði frá einu barnanna í heilsdagsskólanum.

Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir við félagsmiðstöðina á tímabilinu frá hádegi á laugardag 11.09.04 til mánudagsmorguns eða hafa einhverjar upplýsingar varðandi þetta innbrot eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Bolungarvík.