2 Október 2009 12:00

Myndin hér að ofan er af sams konar lampa og stolið var úr garðyrkjuskólanum.

Lampi af þessari gerð kostar rúmar 200 þúsund krónur. 

Á tímabilinu frá kl. 12:00 laugardaginn 26. september til kl. 09:00 sunnudaginn 27. september síðastliðinn var brotist inn í tilraunahús Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.  Þaðan var stolið ýmsum sértækum hlutum.  Fyrst er þar að nefna gróðurhúsalampa sem er sá eini sinnar tegundar hér á landi og var þáttur í tilraunaverkefni.  Lampinn er knúinn rafgasi (plasma) og hefur þá eiginleika að hann hitnar nánast ekkert og því er hægt er að hafa hann mjög nærri plöntunum sem gefur betri nýtingu á birtuna.  Einnig var stolið 20 Osram gróðurhúsaperum sem voru 600, 400 og 250 wött, jarðvegshitamæli, Thermo Scan hitamæli, Digital multimeter rafspennumæli, Digital caliper SPI industries lengdarmælitæki og Delmhorst KS-D1 Digital Soil Moisture meter sem er tæki til að mæla jarðvegsraka.  Tækið er gagnslaust þeim hefur það undir höndum þar sem því á að fylgja tölvukubbur sem er nú á öðrum stað.  Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þetta innbrot eða vita hvar ofangreinda hluti gæti verið að finna að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.  

Þessu til viðbótar leitar lögregla til almennings vegna innbrots á dekkjaverkstæði við Unubakka í Þorlákshöfn um síðustu helgi og þaðan stolið 16 jeppa- og fólksbílahjólbörðum.  Verðmæti hjólbarðanna er á fjórða hundrað þúsund krónur.