17 Febrúar 2009 12:00

Þrír ungir karlmenn gista nú fangageymslur lögreglunnar á Selfossi vegna gruns um innbrot í gróðurhús á Flúðum.  Lögreglunni barst tilkynning um tvö leytið í nótt að þjófavarnakerfi hefði farið í gang í gróðrastöð á Flúðum og að sést hafi til manna þar hjá.  Lögreglumenn, á leið á vettvang, stöðvuðu ökumenn tveggja bifreiða sem þeir mættu á Skeiðavegi á móts við Áshildarmýri.  Tveir mannanna voru í annari bifreiðinni og einn í hinni.  Þeir voru allir handteknir þar sem klár vísbending var um að þeir hefðu verið á innbrotsstað.   Engu var stolið en grunur er um að mennirnir hafi verið sendir af einhverjum paur í þeim tilgangi að komast yfir gróðurhúsalampa.  Þremenningarnir verða yfirheyrðir í dag.  Ökumennirnir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíknefna við aksturinn auk þess voru þeir kærðir fyrir hraðakstur.  Í þessu tilviki skipti þjófavarnarkerfi gróðurhússins miklu máli sem og snör viðbrögð starfsmanns gróðrarstöðvarinnar og lögreglu.