29 Október 2008 12:00

Í morgun var tilkynnt um innbrot í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði, við Austurveg.  Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið úr skólanum.  Innbrotið virðist hafa verið framið eftir kl.22:00 í gærkveldi og þiggur lögreglan upplýsingar frá öllum þeim sem kunna að búa yfir vitneskju um það .  Sími lögreglunnar er 450 3730.